Schools and Seminars

 


 

 


 

 

Námskeið fyrir 12 – 14 ára

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Börn eru líka fólk er námsefni sem unnið er að nokkru upp úr bandarískum meðferðarnámskeiðum fyrir börn, t.d. „Children are people too“ og „Winners Circle“. Stuðst hefur verið við kenningar Dr. Claudiu Black og Dr. Roberts Ackermann, sem hafa áratuga reynslu af meðferð barna og unglinga. Að ná tökum á tilverunni er námsefni sem unnið er að einhverju leyti upp úr námskeiðum sem hafa verið kennd hér á landi á vegum Lionshreyfingarinnar og voru unnin upp úr bandaríska námsefninu „Lion‘s Quest“. Það námsefni var afhent skólum landsins til að kenna unglingum og var vinsælt til kennslu í lífsleikni.

Markmið námskeiðsins

 • Stuðla að jákvæðu sjálfsmati
 • Sjálfsstyrking
 • Byggja upp tilfinningalega styrkleika
 • Ábyrgar ákvarðanatökur
 • Læra að velja og hafna
 • Tjáskipti og samskipti
 • Tengsl við fjölskyldu og vini
 • Samvinna við fjölskyldu og vini
 • Skemmta sér á ábyrgan hátt

Kennarar námskeiðsins

Stefán Jóhannsson MA

er umsjónarmaður námskeiðsins. Hann lauk ráðgjafanámi frá Hazelden Foundation, Bandaríkjunum 1981, meistaraprófi frá University of Minnesota í áfengis- og vímuefnaráðgjöf og síðar meistaraprófi frá University of America 1984 sem fjölskyldufræðingur find bride . Hann hefur starfað að ráðgjöf við fjölskyldur og einstaklinga síðan 1978 á Íslandi að undanskildum find bride 14 árum við sömu störf í Bandaríkjunum.

Sigurlína Davíðsdóttir Ph.D

tók grunnpróf í sálfræði frá Háskóla Íslands 1988 og síðan meistarapróf og doktorsgráðu frá Loyola University Chicago, Bandaríkjunum 1998. Hún starfaði í 18 ár sem prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Hún er meðal stofnenda Krýsuvíkursamtakanna og hefur verið formaður þeirra lengst af þar til árið 2015. Hún hefur starfað við kennslu barna og fullorðinna, ráðgjöf og meðferð áfengis- og fíkniefnaneytenda og aðstandenda þeirra síðan 1981, fyrst hjá SÁÁ og síðar hjá Krýsuvíkursamtökunum.

Skráning er hjá Aðalsteini barn@iogt.is eða í síma 511 1021 og Stefáni stefanjo@xnet.is í síma 899 5210. Námsgjald er kr. 30.000 fyrir 10 vikna námskeið á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00. Námskeiðið verður haldið í húsi IOGT að Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi, inngangur við húsið ofanvert og hefst þriðjudaginn 22.september 2020. Hægt er að fá styrki fyrir námskeiðsgjaldinu, ýmist frístundastyrk eða styrk frá IOGT.

 


 

Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið

Nánari upplýsingar:
Ráðgjafarskóli Íslands
Suðurlandsbraut 30,

bakhús
108 Reykjavík

Netfang: karieythors@gmail.com
Sími: 894 1492

Ráðgjafaskóli íslands

Opið er fyrir umsóknir
Umsóknarfrestur er til 3. september 2020

 Um námið: Nám í Ráðgjafarskólanum (stofnaður í september 2004) er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við ráðgjöf á ýmsum sviðum, s.s. á geðsviði, á áfangaheimilum og öldrunarheimilum, fyrir unglinga og fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra.

Markmið Ráðgjafarskóla Íslands er að auk þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum og ráðgjöf og auka gæði þessa starfs með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu. Nám í Ráðgjafarskóla Íslands er því tilvalið fyrir þá sem vinna (eða ætla sér að vinna) að forvörnum og íhlutun (ráðgjöf) á ýmsum sviðum, s.s. sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu og kirkjulegu starfi Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á stuttum tíma sem annars tæki flesta langan tíma.

Kári Eyþórsson MPNLP er skólastjóri Ráðgjafarskólans.

Fyrirkomulag námsins og námsmat
Námið í Ráðgjafarskólanum er alls 150 klukkustundir, 100 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 50 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu. Námstími er u.þ.b. fjórir mánuðir. Þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu jafnframt í fullu starfi á námstímanum er reynt að laga námstímann að þörfum nemenda eins og kostur er. Gerðar eru kröfur um töluvert heimanám á milli kennslustunda.

Námið fer þannig fram að kennt er alla mánudaga kl.18-22 og annan hvern laugardag kl. 9-16.

Námið við skólann er viðurkennt af alþjóðasamtökunum IC&RC (The International Certification & Reciprocity Consortium). Nemendur sem útskrifast úr Ráðgjafarskóla Íslands (Ráðgjafarskólamum) öðlast þar með rétt til þess að sækja um alþjóðlega viðurkenningu (skírteini) sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi (Alcohol & Other Drug Abuse Counselor – AODA) frá IC&RC.

Hvað er tekið fyrir í náminu:

 • Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
 • Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
 • Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
 • Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
 • Inngripatækni í áföllum, samtalstækni.
 • Forvarnir og fræðsla.
 • Samstarf við aðra fagaðila.
 • Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
 • Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir).
 • Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og nikótín).
 • Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
 • Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
 • Einnig: ADHD meðferð, meðvirkni, geðræn vandamál, ofbeldi, tilfinningavandamál og leiðbeiningar um að halda fyrirlestur

 

Infact skólinn;  Alþjóðlegur skóli

sem kennir fagfólki  matarfíkniráðgjöf og meðferðir

 

 

 

Earn a certificate from European Certification

Board as Food Addiction Counselor 

 

The next Infact School seminar and training  begins September 17 2021 through March 5 2022.

Professional in 7 months.
For information on the Infact course and training.

Please take a look at our webpage:  Infact.is for view

of our expert teachers and guest lecturers.

Infact time schedule for 2021-22  and information on the course click here


Best regards

Esther Helga Gudmundsdottir MSc.

Director of INFACT

Executive Director and Vice Chair of the Food Addiction Institute

European Certification Board certified as Food Addiction Professional

Addiction Counselor and Clinical Supervisor

INFACT International School for Food Addiction Counseling and Treatment

Sidumuli 33, 108, Reykjavik, Iceland

Tel.: +354-699-2676

www.infact.is

 


Back to Home