Seminars
Evrópska fagráðið í forvörnum og ráðgjöf ásamt styrktaraðilum stendur fyrir vinnustofunum:
FÍKN OG FRELSI
Hagnýtar aðferðir í meðferð og bata
Tími: 27. janúar 2025, kl. 9.00-16.30 (salurinn opnaður kl. 8:45).
Staður: Hverafold 1-3, 112 Reykjavík (gengið inn frá Fjallkonuvegi).
Verð: kr. 15.000. (hádegishressing innifalin).
Skráningarfrestur er til 20. janúar n.k. Hægt er að greiða með seðlum eða beint inn á reikning fagráðsins: 331-13-538, kt: 541010-1730.
Skráning tekur gildi þegar greiðsla hefur verið móttekin.
Vinnustofan gildir sem 7 stundir framhaldsmenntunar.
Á þessum vinnustofum munu Sigurlína Davíðsdóttir, Esther Helga Guðmundsdóttir, Árni Einarsson og Gunnar Hersveinn heimspekingur leiða saman hesta sína í þeirri viðleitni að skoða hagnýtar aðferðir til meðferðar við ýmsum fíknisjúkdómum og í bataferli. Vinnustofan er í boði fyrir þá sem starfa við ráðgjöf og meðferðir og aðra áhugasama um málefnið. Núverandi og fyrrverandi nemendur Ráðgjafaskóla Íslands, Forvarnaskólans og INFACT skólans eru sérstaklega hvattir til þátttöku.
Þeir sem glíma við hinar ýmsu fíknir þurfa að horfast í augu við þann veruleika að hafa misst stjórn á neyslu og/eða hegðun. Þá fer það ferli í gang að komast í svokallað „fráhald“ frá efnum og hegðunum og síðan tekur við bataferli þar sem viðkomandi tileinkar sér nýjar hegðunarreglur til að fara eftir til að ná og viðhalda „bata“. Hlutverk ráðgjafa er að styðja við þetta ferli. Hér ættu að fást hagnýtar leiðbeiningar til þessa.
Í boði verða ýmis gögn sem tengjast efni vinnustofanna.
Nánari upplýsingar er að finna á www.ec-board.com, í síma 8201887 og á netfanginu linadav@hi.is.
Að sjálfsögðu er heimilt að deila þessari auglýsingu.
Social Contact